Það eru faldir töfrar í góðum bolla af kaffi.
Rétta blandan getur breytt ávexti í upplifun.
Að breyta ávexti í tilfinningu er eitthvað sem þú hefur gert svo oft að þú hugsar ekki um það lengur, þú hugsar bara um bragðið, og það þarf að vera gott. Góð kaffistund er þegar þú finnur ekkert nema bragðið og lyktina, bara þú og kaffibollinn. Þú gætir spurt sjálfan þig hvaðan þetta æðislega
kaffi kemur, og hversu langt hefur það ferðast til að komast alla leið í bollann þinn.
Við hjá Passalacqua viljum fræða þig um hvernig gott kaffi verður til. Ferðalagið frá kaffiekrunum í góðann kaffibolla handa þér byggir á réttum ákvörðunum í hverju skrefi við framleiðsluferlið. Okkar ósk er að bjóða þér kaffi með einstökum ilm og bragði, kaffi sem er alltaf jafn gott og þú ætlast til.
Á PLANTEKRUNNI
Við kaupum okkar kaffi frá bestu framleiðendunum, og við veljum bara ekrur þar sem ávextirnir eru handtýndir. Þessi hægvirkari en nákvæmari aðferð tryggir að einungis ávextir sem eru rétt þroskaðir eru týndir og notaðir, einungis þeir sem hafa uppá að bjóða frábæran ilm og bragð eru valdir í ristunarferlið.
Passalacqua kaffi er valið úr bestu gæðum og innflutt í tunnum eða þétt vöfðum tau pokum til að tryggja ferskleika frá plantekru, í skipinu og að lokum í vöruhús okkar í Napolí.
FERÐALAGIÐ
Kaffið fer í gegnum ítarlega skoðun á ferð sinni frá skipinu í vöruhúsið til að tryggja að kaffið sé í topp ástandi þegar það kemur til okkar. Við fjarlægjum himnurnar af kaffi baununum áður en þær eru ristaðar, því við trúum því að kaffiilmurinn og bragðið eigi að hafa forgang.
Að lokinni ristun, vacuum pökkum við kaffinu til að varðveita bragðið og ilminn sem tekur á móti þér um leið og þú opnar pakkann. Bragð og ilmur af sérvöldum tegundum og blöndum leikur við bragðlauka þína og þefskyn.
Á KAFFIHÚSINU
Meira en 1000 kaffihús á Ítalíu og víðar hafa kosið að nota Passalacqua kaffi. Þau nýta sér góða þjálfun og kennslu í að búa til alvöru Napolískt espresso. Vel þjálfaður kaffibarþjónn með bestu espresso vélarnar ásamt gæðakaffibaun að viðbættri ástríðu mun færa færa þér ógleymanlegan kaffibolla.
Á SKRIFSTOFUNNI
Passalacqua gerir þér kleift að breyta kaffipásu á skrifstofunni í gæða stund með frábæru kaffi púðunum eða Nespresso hylkjunum, sem er útkoma af nýsköpun í framleiðslu ferlinu. Þar helst fullkomlega kaffi ilmurinn, bragðið og gæðin ásamt þægindum og einfaldleika sem hentar svo vel á nútíma skrifstofu.
HEIMA
Passalacqua kaffið kemur í frægu gulu dósunum eða vacumpökkunum allt hannað til að viðhalda ferskleika og gæðum frá plantekru á eldhúsborð. Pökkun á kaffinu er sérstaklega mikilvæg í ferlinu til að varðveita gæðin. Ásamt kaffigerð byggðri á hefðum og nýsköpun í framleiðslu tryggjum við einstök gæði alla leið.