Harem baunir 1 kg

Harem baunir 1 kg 10 bauna blanda 100% arabica  

Harem baunir 1 kg

kr.8,490.00

Harem baunir 1 kg

10 bauna blanda

100% arabica


 

Category:

Harem er ein besta kaffiblanda í heimi. 100% Arabica frá 10 mismunandi ræktunarsvæðum. Þar á meðal tvær af sjaldgæfustu og verðmætustu tegundum af gæðakaffi á markaðnum. Þessi blanda er flaggskip Passalacqua fjölskyldunnar og er tileinkuð algjörum kaffigæðingum.

Harem kaffið inniheldur meðal annars Jamaica Blue Mountain og Puerto Rico San Pedro, sem gerir þessa vöru algjörlega einstaka hvað varðar ilm, bragð og gæði. Jamaica Blue Mountain er besta kaffið á alþjóðlegum markaði, kaffi með keim af hunangi, vanillu og þurrkuðum ávöxtum, ekkert kaffi jafnast við það í bragði. Puerto Rico San Pedro varð til í Central Cordillera fjöllunum á Puerto Rico í yfir 1000m hæð yfir sjávarmál. Þökk sé jarðveginum og staðsetningu ræktunarinnar sem gerir bragðið og ilminn af því alveg einstakann. Ávaxtakeimur með smá snerti af dökku súkkulaði og heslihnetum.

Þökk sé góðri blöndun af sérvöldum uppruna er Harem blanda sem getur gefið bragðlaukunum einstakan unað. Þetta er sætt kaffi af náttúrunnar hendi til að njóta heima og á kaffihúsinu.